IsländischIsländisch - Textbeispiel 1Lýðveldið Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi á milli Grænlands, Færeyja og Noregs. Ísland er um 103.000 km² að stærð; það er önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa um það bil 313.000 manns. Höfuðborg landsins er Reykjavík. Landnámabók segir frá hvernig landnám Íslands hófst kringum árið 874 þegar Ingólfur Arnarson nam hér land, þó aðrir höfðu áður dvalið tímabundið á landinu. Á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands á tímabili sem nefnt er landnámsöld. Ísland komst með Gamla sáttmála undir vald Noregs árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og Dana til ársins 1918, þegar það hlaut fullveldi. Danska ríkið fór þó með utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir hönd Íslands og löndin höfðu sameiginlegan konung þar til lýðveldi var stofnað á Íslandi 1944. Landið hefur gengið undir ýmsum nöfnum, einkum meðal ljóðskálda (sjá grein Heiti yfir Ísland). Á síðari hluta 20. aldar jókst þjóðarframleiðsla Íslendinga til muna og innviðir og velferðarkerfi landsins efldust. Árið 2007 var Ísland þróaðasta land heims samkvæmt vísitölu SÞ um þróun lífsgæða. Ísland er meðlimur í SÞ, NATO, EFTA og EES.(http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dsland) wörtliche Übersetzung |